Skynsamlegt og vitlaust

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. mbl.is/Kristinn

Tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birtust í nýbirtri skýrslu til ríkisstjórnarinnar, eru bæði skynsamlegar og mjög vitlausar, eftir því hvernig litið er á málið, að mati Jóns Daníelssonar, hagfræðings við London School of Economics.

„Þetta er ágætis úttekt á skattkerfinu og höfundar skýrslunnar fara vel yfir hlutina og benda á hvað má laga í kerfinu. Ef maður vill hækka skatta eru tillögur skýrslunnar alls ekki vitlausar.“

Jón segir hins vegar í Morgunblaðinu í dag, að spurningin sem sjóðnum var ætlað að svara sé röng. „Spurningin um hvernig hækka má skatta gerir ráð fyrir því að það sé besta leiðin til að jafna rekstur ríkissjóðs. Það vantar í þetta jafnvægisgreiningu á skattahækkunum annars vegar og niðurskurði hins vegar. Allar breytingar á kerfinu hafa áhrif á hegðun fólks, sem svo aftur hefur áhrif á hagvöxt og tekjur ríkissjóðs.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert