Þorlákur Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu 2010 en hann hljóp á 4 klst og 48 mín. Helgi Júlíússon varð annar á 4 klst og 49 mín og Valur Þórsson þriðji á 4 klst og 54 mín. Stutt er í fyrstu konur í hlaupinu.
Þorlákur og Helgi voru að hlaupa í fyrsta sinn yfir Laugaveg. Alls voru 279 hlauparar ræstir af stað kl.9 í morgun.
Frábært veður er í Þórsmörk og aðstæður á leiðinni góðar. Létt gola en ekkert öskufok.