Verð á einkamerki hækkar í 50 þúsund

Verð fyrir rétt til einkamerkis á bifreið mun hækka úr 25 þúsund krónum í 50 þúsund krónur verði nýtt frumvarp til umferðarlaga að lögum. Frumvarpið er nú í meðferð hjá samgöngunefnd.

Réttur til einkamerkis mun áfram gilda í átta ár líkt og núverandi ákvæði í lögum kveður á um. Verð fyrir réttindi til einkamerkis hefur verið óbreytt frá árinu 1996 þegar þau voru lögleidd.

Ráðherra verður áfram heimilt að setja nánari reglur um einkamerki samkvæmt frumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert