Gæslan aðstoðar franska skútu

Varðskip Gæslunnar aðstoðar nú skútuna. Mynd úr safni.
Varðskip Gæslunnar aðstoðar nú skútuna. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Varðskip Landhelgisgæslunnar aðstoðar nú franska seglskútu sem fékk í skrúfuna í gærkvöldi. Þrír skipverjar eru um borð í skútunni, sem er 32 feta löng, og óskuðu þeir eftir aðstoð. Veðrið er gott og er engin hætta á ferð.

Skútan var að sigla frá Íslandi til Færeyja í samfloti með tveimur öðrum frönskum skútum þegar hún lenti í vandræðum á Öræfagrunni. Að sögn Gæslunnar var varðskip á siglingu skammt frá þegar kallið barst. Það fór á vettvang en hinar skúturnar tvær héldu för sinni áfram. 

Kafarar munu aðstoða skipverjanna við að skera úr skrúfunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert