Íslensk stúlka leiðir heimsmeistarmót í Crossfit

Anný Mist Þórisdóttir keppir í Crossfit.
Anný Mist Þórisdóttir keppir í Crossfit.

Tvítug íslensk Kópavogsmær Anný Mist Þórisdóttir er í efsta sæti heimsmeistaramótsins í Crossfit sem fram fer í Kaliforníu í Bandaríkjunum um helgina.

Tveir íslenskir keppendur eru á mótinu, Anný Mist og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Á vef mótsins segir að Anný Mist hafi "brosað alla leið" með hjólbörur fullar af sandpokum í einni þolrauninni á mótinu.

Í Crossfit er keppt í ýmsum þolraunum. Reynt er að nota sem flesta vöðvahópa í hverja æfingu þannig að þær verði sem mest krefjandi.

Keppendur þurftu að bera þunga poka upp tröppur.
Keppendur þurftu að bera þunga poka upp tröppur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert