Mikil umferð er nú að höfuðborgarsvæðinu. Búsast má við að svo verði fram eftir kvöldi.
Umferðarþungi er á Suðurlandi. Margir borgarbúar nutu góða veðursins þar um helgina. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hóf umferð að þyngjast milli klukkan 15 og 15:30. Búast megi við enn meiri bílaumferð þegar frekar líði á daginn og kvöldið.
Lítið hefur verið um óhöpp. Það er því óskandi að umferðin gangi slysalaust fyrir sig.