Anníe Mist í 2. sæti á heimsleikum

Anníe Mist Þórisdóttir keppir í Crossfit.
Anníe Mist Þórisdóttir keppir í Crossfit.

Tvítug íslensk Kópavogsmær, Anníe Mist Þórisdóttir, endaði í 2. sæti í heimsmeistaramótinu í crossfit sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum um helgina. Anníe Mist keppti í hinum ýmsu greinum og var framan af gærdeginum í fyrsta sæti mótsins.

„Þetta hefur gengið nokkuð vel og í byrjun dags var ég í fyrsta sæti með þriggja stiga forskot en núna eftir fyrstu keppni dagsins er ég pínu ósátt þar sem ég lenti í öðru sæti eftir hana. Ég er samt ánægð þar sem ég hef unnið margar keppnir hérna og það þýðir ekkert annað en að vera vongóður um framhaldið,“ sagði Anníe Mist eftir fyrstu þraut gærdagsins.

Kristan Clever frá Kalíforníu sigraði í kvennaflokki en Anníe Mist varð önnur. Í karlaflokki sigraði Graham Holmberg frá Ohio.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert