„Afgangar af spillingunni“

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir Eggert Jóhannesson

Björk Guðmundsdóttir segir Magma-málið „lykta eins og afgangar af spillingunni sem færði okkur bankahrunið.“ Þetta kemur fram á vef Financial Times. 

Þar segir Björk, sem hefur boðað til mótmæla, jarðvarma vera verðmætustu náttúruauðlind Íslendinga og honum eigi að halda í almannaeigu. Björk hvetur íslensk stjórnvöld til að nýta sérþekkingu Íslendinga á jarðvarma til þess að þróa samspil náttúru og tækniframþróunar í stað þess að gerast „þriðja heims þrælar“ með því að selja auðlindirnar.

 „Ég vona að þjóðin og stjórnvöld hætti við samninginn. Þá get ég, vonandi, snúið mér aftur að því að semja tónlist,“ segir Björk í samtali við FT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert