Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána ógna stöðugleika íslenska fjármálakerfisins og seinka efnahagsbata að því er fram kemur í máli Paul Rawkins í viðtali við fréttastofu Bloomberg.
Þá kemur fram að dómarnir geti hindrað tengsl íslensku bankanna við alþjóðlega fjárfesta þar sem nýjir eigendur bankanna eru jafnframt helstu kröfuhafar þeirra. Dómarnir geta þannig vakið efasemdir um aðgengi Íslands að erlendum fjármálamörkuðum.
Rawkins segir bankakreppur hafa mikil áhrif á efnahagsreikning sjálfstæðra ríkja en Ísland hafi sannað þá tilhneigingu efnahagsins.
Fitch lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í BB+ með neikvæðum horfum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögum um Icesave staðfestingar í byrjun ársins. Eru íslensk ríkisskuldabréf samkvæmt því í svonefndum ruslflokki að mati Fitch en einkunn Íslands er í svonefndum fjárfestingarflokki hjá matsfyrirtækjunum Moody's og S&P.