Dómar Hæstaréttar ógna stöðugleika

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/GSH

Mats­fyr­ir­tækið Fitch Rat­ings tel­ur dóma Hæsta­rétt­ar um ólög­mæti geng­is­tryggðra lána ógna stöðug­leika ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins og seinka efna­hags­bata að því er fram kem­ur í máli Paul Rawk­ins í viðtali við frétta­stofu Bloom­berg.

Þá kem­ur fram að dóm­arn­ir geti hindrað tengsl ís­lensku bank­anna við alþjóðlega fjár­festa þar sem nýj­ir eig­end­ur bank­anna eru jafn­framt helstu kröfu­haf­ar þeirra. Dóm­arn­ir geta þannig vakið efa­semd­ir um aðgengi Íslands að er­lend­um fjár­mála­mörkuðum.

Rawk­ins seg­ir bankakrepp­ur hafa mik­il áhrif á efna­hags­reikn­ing sjálf­stæðra ríkja en Ísland hafi sannað þá til­hneig­ingu efna­hags­ins.

Fitch lækkaði láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs í  BB+ með nei­kvæðum horf­um eft­ir að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, synjaði lög­um um Ices­a­ve staðfest­ing­ar í byrj­un árs­ins. Eru ís­lensk rík­is­skulda­bréf sam­kvæmt því í svo­nefnd­um rusl­flokki að mati Fitch en ein­kunn Íslands er í svo­nefnd­um fjár­fest­ing­ar­flokki hjá mats­fyr­ir­tækj­un­um Moo­dy's og S&P.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka