Endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar

Íslendingar hafa verið duglegir að mótmæla undanfarin tvö ár. Mynd …
Íslendingar hafa verið duglegir að mótmæla undanfarin tvö ár. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

Fimm sinnum fleiri Sjálfstæðismenn telja að mótmæla- og borgarafundir
endurspegli nú viðhorf þjóðarinnar borið saman við desember 2008. Þetta kemur fram í könnun MMR á afstöðu almennings til mótmæla- og borgarafunda.

Spurt var: „Telur þú að boðskapur mótmæla- og borgararafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar?“ 

Fram kemur að meirihluti svarenda, eða 70,3%, telji að boðskapur mótmæla- og borgarafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar. Það sé aðeins hærra hlutfall en hafi verið í könnun MMR frá
desember 2008 þegar 66,2% voru á þeirri skoðun.

Líkt og þá sé mikill munur á afstöðu fólks til fundanna eftir stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnina.

Í desember 2008 töldu 11,4% þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn að fundirnir endurspegluðu viðhorf meirihluta þjóðarinnar borið saman við 65,4% í könnuninni núna sem er rúmlega fimmföldun.

Þeim fækkar aftur á móti töluvert, meðal þeirra sem segjast myndu kjósa Vinstri græna,sem telja að mótmælin endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.

Nú eru 58,4% stuðningsmanna Vinstri grænna á þeirri skoðun en voru 90,9% í desember 2008.

Könnunin var framkvæmd dagana 7.-12. júlí 2010 og var heildarfjöldi svarenda 859 einstaklingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert