Fæðingum fækkar milli ára

Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans .
Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans . mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Útlit er fyrir að fæðingar á Landspítala Íslands verði tæplega 5% færri en í fyrra. Það ár var sannkölluð sprenging, en 3.571 barn fæddist þá á spítalanum og var það 10% aukning frá 2008.

Áratuginn þar á undan hafði fæðingum að jafnaði fjölgað um 2-3% á ári.

Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á fæðingar- og meðgöngudeild Landspítalans benda spár til að í ár verði fæðingarnar um 3.340. „Þegar við skoðum fæðingatíðnina mánuð fyrir mánuð eru þetta nokkru færri fæðingar,“ segir Hildur. En 250-300 börn fæðast á spítalanum í hverjum mánuði.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert