Halli á ríkissjóði 9,3% af landsframleiðslu

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi fyr­ir síðasta ár var halli á rekstri rík­is­sjóðs 139 millj­arðar króna. Svar­ar það til 32% af tekj­um árs­ins og 9,3% af lands­fram­leiðslu. Áætlan­ir fyr­ir árið 2009 gerðu ráð fyr­ir  173 millj­arða halla en tekj­ur urðu 22 millj­örðum króna hærri en gert var ráð fyr­ir, og gjöld­in 12 millj­örðum króna lægri.

Tekj­ur árs­ins urðu alls tæp­ir 440 millj­arðar króna. Tekju­áætlun fyr­ir árið 2009 gerði hins veg­ar ráð fyr­ir tekj­um að upp­hæð rúm­um 417 millj­örðum króna. Tekj­ur rík­is­sjóðs eru því mun hærri en áætl­un gerði ráð fyr­ir. Nán­ast all­ir tekjuþætt­ir eru hærri en bú­ist hafði verið við.  

Gjöld rík­is­sjóðs reynd­ust um 579 millj­arðar króna. Árið 2008 námu þau 688 millj­örðum króna. Heild­ar­út­gjalda­heim­ild­ir hljóðuðu upp á 590 millj­arða króna og raunút­gjöld því tæp­um 12 millj­örðum króna lægri en gert var ráð fyr­ir.

Stærstu út­gjaldaliðir rík­is­sjóðs á ár­inu 2009 eru út­gjöld til heil­brigðismála, al­manna­trygg­inga og vel­ferðar­mála og mennta­mála. Þess­ir þætt­ir vega rúm­lega 51%. Gjöld til al­manna­trygg­inga og vel­ferðar­mála námu 135 millj­örðum króna eða 23% af gjöld­um rík­is­sjóðs. Útgjöld til heil­brigðismála námu 117 millj­örðum króna eða 20% af gjöld­um rík­is­sjóðs og voru tæp­um 3 milj­örðum yfir fjár­heim­ild­um árs­ins. Gjöld til mennta­mála námu 46 millj­örðum króna eða 8% af gjöld­um rík­is­sjóðs.

Útgjöld til efna­hags- og at­vinnu­mála námu 69 millj­örðum króna eða 12% af heild­ar­gjöld­um rík­is­sjóðs en þar vega þyngst 26 millj­arða króna fram­lög til vega­sam­gangna. Gjöld vegna óreglu­legra út­gjalda námu 36 millj­örðum króna eða 6% af gjöld­um rík­is­sjóðs. Gjöld til annarra mála­flokka námu sam­tals 16% af gjöld­um rík­is­sjóðs.

Fjár­magns­kostnaður rík­is­sjóðs nam 84 millj­örðum króna á ár­inu 2009, eða um 14,5% af gjöld­um rík­is­sjóðs, sem er veru­leg aukn­ing frá fyrra ári, en er rúm­um 5 millj­örðum króna lægri en gert var ráð fyr­ir í áætl­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert