Lonely Planet mælir með Íslandi í ágúst

Lonely Planet mælir sérstaklega með Landmannalaugum.
Lonely Planet mælir sérstaklega með Landmannalaugum. Rax / Ragnar Axelsson

Ferðabiblían Lonely Planet skorar á ferðamenn að ferðast til Íslands  í ágúst og segir aldrei meira tilefni og betri tími til að heimsækja landið. Gengið sé hagstætt og truflanir á flugi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli yfirstaðnar.

Mælir Lonely Planet sérstaklega með Reykjavík og segir hana kjörinn viðkomustað þeirra sem þrá langa sumardaga, sem sagðir eru endalausir í „bókstaflegri merkingu.“

Veðrið sé gott yfir sumarmánuðina og hálendið opnist.

Lonely Planet mælir einnig með ferðalögum til Orlando í ágúst, veðrið sé indælt og Harry Potter garðurinn áhugaverður fyrir fjölskyldur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert