Ótímabær dauðsföll meðal fíkla fyrstu fimm mánuði ársins 2010 eru undir meðaltali síðustu tíu ára en tuttugu manns undir fimmtíu og fimm ára aldri hafa látið lífið það sem af er ári að því er fram kemur í tilkynningu SÁÁ.
Undanfarin ár hafa verið teknar saman upplýsingar um ótímabær dauðsföll meðal einstaklinga sem þurft hafa að leita sér meðferðar hjá SÁÁ vegna áfengis- og vímuefnafíknar. SÁÁ bendir á að fleiri deyja af völdum vímuefnafíkna og vímuefnaneyslu en tölurnar segja til um en þær séu þó mjög samanburðarhæfar frá ári til árs.