Vel kemur til greina að skerpa skilgreininguna á reiðhjólum í umferðarlögum til dæmis með þyngdartakmörkunum, að sögn Björns Vals Gíslasonar, formanns samgöngunefndar Alþingis.
Í vikunni staðfesti Umferðarstofa að rafmagnsvespur sem nýlega komu á markað skyldu flokkast sem reiðhjól og nýtast á göngu- og hjólreiðastígum. Björn Valur segir þetta hæpna skilgreiningu og sjálfsagt sé að endurskoða hana í frumvarpi að nýjum umferðarlögum sem tekið verður fyrir á haustþinginu.