Selja félagslegar íbúðir

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. www.mats.is

Sveitarstjórnin í Vesturbyggð hefur sett í sölu fjörutíu íbúðir í bænum, sem eru í eign sveitarfélagsins.

Íbúðirnar voru upphaflega byggðar í félagslega kerfinu, en fráfarandi sveitarstjóri, Ragnar Jörundsson, segir að m.a. vegna fólksflutninga frá sveitarfélaginu sé lítil eftirspurn eftir eða þörf á slíku húsnæði í bænum.

„Þessar íbúðir hafa verið afar þungur baggi á sveitarfélaginu, en það skuldar Íbúðalánasjóði um 300 milljónir vegna íbúðanna. Þegar haft er í huga að heildarskuldir Vesturbyggðar eru í kringum 1,2 milljarðar króna sést hve stór hluti skuldanna þetta er.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert