Veðrið mun leika við landann í dag því víða verður hæg breytileg átt og léttskýjað. Hiti verður 14 til 22 stig á Suður- og Vesturlandi, en annars 8 til 16 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður hafgola og léttskýjað og allt að 19 stiga hiti.
Hætt er við þokulofti við
ströndina einkum norðan- og austanlands.
Á morgun, þriðjudag, verður hæg vestlæg eða breytileg átt og víða bjart í veðri, en skýjað með köflum á Suðurlandi og þurrt að kalla. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands.