Stórlaxar í Breiðdalsá

Leiðsögumaðurinn Tómas Baldvinsson sést hér aðstoða annan Englending sem náði …
Leiðsögumaðurinn Tómas Baldvinsson sést hér aðstoða annan Englending sem náði 25 punda laxi í Breiðdalsá.

Tveir stórlaxar veiddust í Breiðdalsá í síðustu viku. Sá stærri var 25 pund og 106 cm langur. Hinn var 23 pund og 102 cm, en þess má geta að þetta var aðeins annar lax veiðimannsins. Maríulaxinn beit á hjá honum deginum áður. Báðum löxunum var sleppt eftir mælingu.

Þröstur Elliðason, forstjóri Veiðiþjónustunnar Strengir, segir í samtali við mbl.is að veiðin í ánni í júlí sé tvöföld í ár miðað við sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að menn hafi ekki getað veitt mikið fyrripart mánaðarins vegna vatnavaxta. Nú hafi veiðst um það bil 150 laxar í Breiðdalsá.

Hann segir að laxarnir sem veiddust í ánni í síðustu viku séu með þeim stærstu sem hafi veiðst á landinu. „

„Menn dreyma um að fá þann stóra. Það tekur suma enga stund, en flestir fá hann aldrei,“ segir Þröstur í samtali við mbl.is, og vísar til ensku veiðikonunnar Abigail Findlay, sem veiddi 23 punda laxinn í síðustu viku.

Abigail Findlay ásamt leiðsögumanninum Sigurði Árnasyni með 23 punda lax.
Abigail Findlay ásamt leiðsögumanninum Sigurði Árnasyni með 23 punda lax.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert