Fréttaskýring: Uppsveitirnar að opnast

Brúin nýja yfir Hvítá í Árnessýslu sem opnuð verður í …
Brúin nýja yfir Hvítá í Árnessýslu sem opnuð verður í nóvember tengir saman Flúðir og Biskupstungur á móts við Bræðratungu, vel þekkt stórbýli.

Bylt­ing verður í upp­sveit­um Árnes­sýslu í haust þegar fram­kvæmd­um lýk­ur við tvær um­fangs­mikl­ar sam­göngu­fram­kvæmd­ir sem þar er nú unnið að; það er nýr veg­ur um Lyng­dals­heiði og brú yfir Hvítá á móts við Bræðra­tungu í Bisk­upstung­um.

Kóngs­veg­ur­inn vík­ur

Nýr 14 km veg­ur um Lyng­dals­heiði sem teng­ir sam­an Laug­ar­vatn og Þing­velli verður tek­inn í notk­un á haust­dög­um. Það er AÞ. ehf. sem hef­ur þá fram­kvæmd með hönd­um, en fyr­ir­tækið tók við kefl­inu af fyrri verk­taka, Klæðningu hf. Heild­ar­kostnaður við þetta verk­efni er 1.250 millj­ón­ir króna.

Nú­ver­andi veg­ur á þess­um slóðum, það er Gjá­bakka­leið, fylg­ir að mestu leyti Kóngs­veg­in­um, svo­nefnda sem lagður var um upp­sveit­irn­ar áður en Friðrik 3. Dana­kon­ung­ur kom hingað til lands til þess að heim­sækja Ísland, herra­land sitt. Nýi veg­ur­inn ligg­ur hins veg­ar nokkru sunn­ar.

Ekki gekk snurðulaust að koma fram­kvæmd­um af stað og þær töfðust von úr viti. Vegna kæru­mála þurfti að meta um­hverf­isáhrif nýs veg­ar tvisvar, enda var því borið við að hann raskaði viðkvæmri nátt­úru Þing­valla og var tær­leiki vatns­ins meðal ann­ars nefnd­ur í því sam­bandi sem áhrifaþátt­ur.

Beðið eft­ir Bræðra­tungu­brú

Að sögn Svans Bjarna­son, um­dæm­is­stjóra Vega­gerðar­inn­ar á Suður­landi, er gert ráð fyr­ir því um­ferð verði hleypt á brúna í nóv­em­ber nk. en slitlag kem­ur ekki á aðliggj­andi veg fyrr en næsta vor.

Styrk­ir og stytt­ir

„Við vænt­um mik­ils af þess­um fram­kvæmd­um. Leiðir stytt­ast og það styrk­ir ferðaþjón­ust­una hér á svæðinu,“ seg­ir Ásborg Arnþórs­dótt­ir ferðamála­full­trúi í upp­sveit­um Árnes­sýslu. „Gjá­bakka­leið hef­ur ekki verið heils­ár­s­veg­ur og því mun nýr veg­ur breyta miklu bæði á Þing­völl­um og á Laug­ar­vatni. Gullni hring­ur­inn að Gull­fossi og Geysi er vin­sæl ferðamanna­leið og nú koma þar inn nýj­ar vídd­ir og mögu­leik­ar. Úr Reyk­holti er í dag hálf­tíma­akst­ur að Flúðum en með nýrri brú verða þetta aðeins ör­fá­ar mín­út­ur og með því er lík­legt að Flúðir verði enn einn gim­steinn­inn á þeirri skemmti­legu leið sem hring­ur­inn gullni er.“

Loft­mynd af Hvítár­brúnni nýju tók Þórir Tryggva­son á Sel­fossi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert