Fréttaskýring: Uppsveitirnar að opnast

Brúin nýja yfir Hvítá í Árnessýslu sem opnuð verður í …
Brúin nýja yfir Hvítá í Árnessýslu sem opnuð verður í nóvember tengir saman Flúðir og Biskupstungur á móts við Bræðratungu, vel þekkt stórbýli.

Bylting verður í uppsveitum Árnessýslu í haust þegar framkvæmdum lýkur við tvær umfangsmiklar samgönguframkvæmdir sem þar er nú unnið að; það er nýr vegur um Lyngdalsheiði og brú yfir Hvítá á móts við Bræðratungu í Biskupstungum.

Kóngsvegurinn víkur

Nýr 14 km vegur um Lyngdalsheiði sem tengir saman Laugarvatn og Þingvelli verður tekinn í notkun á haustdögum. Það er AÞ. ehf. sem hefur þá framkvæmd með höndum, en fyrirtækið tók við keflinu af fyrri verktaka, Klæðningu hf. Heildarkostnaður við þetta verkefni er 1.250 milljónir króna.

Núverandi vegur á þessum slóðum, það er Gjábakkaleið, fylgir að mestu leyti Kóngsveginum, svonefnda sem lagður var um uppsveitirnar áður en Friðrik 3. Danakonungur kom hingað til lands til þess að heimsækja Ísland, herraland sitt. Nýi vegurinn liggur hins vegar nokkru sunnar.

Ekki gekk snurðulaust að koma framkvæmdum af stað og þær töfðust von úr viti. Vegna kærumála þurfti að meta umhverfisáhrif nýs vegar tvisvar, enda var því borið við að hann raskaði viðkvæmri náttúru Þingvalla og var tærleiki vatnsins meðal annars nefndur í því sambandi sem áhrifaþáttur.

Beðið eftir Bræðratungubrú

Að sögn Svans Bjarnason, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, er gert ráð fyrir því umferð verði hleypt á brúna í nóvember nk. en slitlag kemur ekki á aðliggjandi veg fyrr en næsta vor.

Styrkir og styttir

„Við væntum mikils af þessum framkvæmdum. Leiðir styttast og það styrkir ferðaþjónustuna hér á svæðinu,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu. „Gjábakkaleið hefur ekki verið heilsársvegur og því mun nýr vegur breyta miklu bæði á Þingvöllum og á Laugarvatni. Gullni hringurinn að Gullfossi og Geysi er vinsæl ferðamannaleið og nú koma þar inn nýjar víddir og möguleikar. Úr Reykholti er í dag hálftímaakstur að Flúðum en með nýrri brú verða þetta aðeins örfáar mínútur og með því er líklegt að Flúðir verði enn einn gimsteinninn á þeirri skemmtilegu leið sem hringurinn gullni er.“

Loftmynd af Hvítárbrúnni nýju tók Þórir Tryggvason á Selfossi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert