Yfir 6200 manns hafa ritað nafn sitt undir áskorun Bjarkar Guðmundsdóttur og fleiri til stjórnvalda um að koma í veg fyrir sölu á HS Orku og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum og nýtingu.
Á fundi Norræna húsinu í gær hvatti Björk Íslendinga til að skrifa undir.
Margs konar upplýsingar um málefni Magma og söluferlið á hlut í HS orku er að finna á undirskriftavefnum.
„Það er brýnt að við drögum lærdóm af þeim mistökum sem gerð hafa verið
og þess vegna viljum við hvetja almenning í landinu til þess að sýna
stjórnmálamönnum aðhald með því að lýsa vilja sínum um framtíðarskipan
eignahalds á orkuauðlindunum,“ segir á vefnum.