Fréttaskýring: Á að borga fyrir Icesave með náttúruauðlindum?

Björk Guðmundsdóttir benti á að margt væri óljóst varðandi söluna …
Björk Guðmundsdóttir benti á að margt væri óljóst varðandi söluna á hlut í HS orku til Magma Energy. mbl.is/Árni Sæberg

„Ætlum við að borga fyrir Icesave-skuldir útrásarvíkinganna með náttúru okkar?“ spurði söngkonan Björk Guðmundsdóttir í Norræna húsinu í gær.

Björk varpaði fram fjölda spurninga um sölu á hlut í HS orku til Magma Energy á blaðamannafundi sem boðað var til í gær til að vekja athygli á undirskriftarsöfnun á vefnum www.orkuaudlindir.is þar sem skorað er á stjórnvöld að koma í veg fyrir sölu á hlut í HS orku til Magma Energy og hvatt til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum og nýtingu þeirra.

Uppúr hádegi í gær höfðu um 1500 manns skrifað undir, um kvöldmatarleytið voru undirskriftirnar orðnar 3000 og um kl. 22.30 höfðu nær 4000 ritað nafn sitt á vefsíðuna.

Jón Þórisson arkitekt og aðstoðarmaður Evu Joly var ómyrkur í máli á fundinum og sagði að söluferlið til Magma væri „í boði sama fólks og lagði á borð fyrir bankaveisluna.“

Kannað verði hvort hagsmuna almennings sé gætt við söluna

Á fundinum í gær varpaði Björk meðal annars fram þeirri spurningu hvort ekki þyrfti að rannsaka söluferli til Magma Energy. „Þurfum við að fá skýrslu um auðlindir eins og skýrslu um bankana?“

Björk benti á að margt væri óljóst varðandi söluna og gagnrýndi að stór hluti kaupverðs væri fenginn að láni. „Að sögn mun salan til Magma Energy gagnast efnahagslífinu þar sem um erlenda fjárfestingu er að ræða. Hvernig stemmir það við þá staðreynd að 70% kaupverðsins eru fjármögnuð með innlendu kúluláni með veði í hlutabréfunum?“ spurði Björk.

Þá varpaði hún því fram hvort ekki væri meiri möguleiki að „við getum borgað skuldir okkar ef við höldum fullum yfirráðum yfir auðlindum okkar og græðum á þeim sjálf?“

Að lokum bað Björk fólk um að velta fyrir sér hvort barnabörn okkar yrðu ánægð með samninginn og sölu auðlindanna.

Engar spurningar leyfðar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert