Ætla að afhenda Ómari gjöfina

Ómar Ragnarsson.
Ómar Ragnarsson. mbl.is/Eggert

Friðrik Weisshappel ætlar á laugardag að afhenda Ómari Ragnarssyni ávísun fyrir því, sem safnast hefur í átaki, sem Friðrik stóð fyrir í tilefni af sjötugsafmæli Ómars.

Friðrik beitti sér fyrir söfnun á samskiptavefnum Facebook þar sem fólk gat skráð sig fyrir 1000 króna afmælisgjöf til Ómars.  Hafa þúsundir Íslendinga lagt söfnuninni lið og einnig hafa framlög borist frá Nýja Sjálandi, Kína, Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörk, Svíþjóð, að sögn aðstandenda söfnunarinnar.

Í tilkynningu segir, að Ómar muni ekki leita sér upplýsinga um stöðu reikningsinns fyrr en rétt áður en að afhendingu ávísunarinnar kemur komio.

„Hann veit semsagt ekki sjálfur hve mikið hefur safnast. Enda er hann hvort eð er uppi í Veiðivötnum út vikuna og búinn að týna debetkortinu sínu," segir í tilkynningunni.

„Afmælisgjöf til Ómars verður  áfram verða opin á Facebook fram til 16. september, afmælisdags Ómars, og þá mun önnur ávísun verða afhent. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert