Ekkert lagafrumvarp um gengislán er í smíðum, hvorki í fjármála- né efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis og aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra staðfestu þetta í samtali við Morgunblaðið í gær.
Fullyrt var á vef Viðskiptablaðsins í gær að unnið væri „með hraði“ að lagafrumvarpi sem skera ætti úr um hvaða vexti gengistryggðu lánin, sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögleg, eigi að bera.