Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er undrun yfir því, einstaklingur, sem hefur störf hjá slökkviliði eða sjúkraflutningum skuli hafa einungis hafa 169.827 krónur í grunnlaun á mánuði.
„Slík grunnlaun eru til skammar fyrir þá sem á þeim bera ábyrgð," segir stjórnin.
Þá segir í ályktuninni, að Launanefnd sveitarfélaga skýli sér á bakvið stöðugleikasáttmálann sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands stóðu m.a. annars að en hafi nú sagt sig frá. „Það er sorgleg staðreynd að umræddur stöðugleikasáttmáli hefur ekki gert neitt annað en að stórskaða íslenska launþega."