Hefur landað 4.340 tonnum á sex vikum

Hoffell SU landar makríl á Fáskrúðsfirði.
Hoffell SU landar makríl á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Hof­fell SU kom í gær­morg­un með um 245 tonn af mak­ríl til vinnslu hjá Loðnu­vinnsl­unni hf. á Fá­skrúðsfirði og hef­ur þar með landað sam­tals 4.340 tonn­um frá 9. júní sl.

Nær all­ur afl­inn eða um 80% hef­ur farið í mann­eld­is­vinnslu og hafa verið fram­leidd 2.200-2.300 tonn af fryst­um mak­rílaf­urðum.

Kjart­an Reyn­is­son, út­gerðar­stjóri LVF, seg­ir að ríf­andi gang­ur hafi verið í veiðum og vinnslu und­an­farn­ar vik­ur. Búið sé að full­nýta veiðiheim­ild­irn­ar í mak­ríl og bol­fiski nema hvað ákveðið hafi verið að eiga 160 tonn eft­ir af mak­ríl vegna meðafla, þegar farið verði í norsk-ís­lensku síld­ina í næsta mánuði.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert