Landsvirkjun hefur ákveðið að taka þátt í söfnun til styrktar Ómari Ragnarssyni og veita honum styrk að andvirði 2 milljóna króna.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að markmið framlags Landsvirkjunar sé að styðja við upplýsta og vandaða umræðu um umhverfismál og nýtingu náttúruauðlinda, þar sem ólíkar skoðanir komi fram.
„Með því að dýpka umræðuna má nálgast vandaða og upplýsta niðurstöðu um nýtingu náttúruauðlinda sem góð sátt á að geta ríkt um í samfélaginu. Framlag Ómars til umræðunnar hefur verið mikilvægt og við styðjum hann til að halda áfram á þessari braut", segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, í tilkynningunni.