Nætursund í Laugardalslaug

Laugardalslaug.
Laugardalslaug.

Borg­ar­yf­ir­völd hafa ákveðið að efna til svo­kallaðrar sund­vöku í Laug­ar­dals­laug­inni dag­ana 21-26 júlí næst­kom­andi. Á sam­ráðsvett­vang­in­um Betri Reykja­vik kom fram sú hug­mynd að hafa sól­ar­hring­sopn­un í einni sund­laug í Reykja­vík. Mik­ill stuðning­ur var við til­lög­una og því ákváðu borg­ar­yf­ir­völd að gera til­raun með sund­vöku í Laug­ar­dals­laug í eina viku.

Á sund­vök­unni verður Laug­ar­dals­laug­in opin í fimm næt­ur frá og með miðviku­deg­in­um 21. júlí frá kl 6.30 til mánu­dags­ins 26. júlí til kl. 22.30.

Gjald fyr­ir sund­gesti á sund­vöku er 1000 krón­ur en af­slátt­ar- og árskort gilda. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang á nótt­unni nema í fylgd með full­orðnum og er það í sam­ræmi við úti­vist­ar­regl­ur barna í borg­inni. 

Svo gæti farið, ef vel tekst til, að sund­vak­an yrði að ár­leg­um viðburði. Öll meðferð áfeng­is er  strang­lega bönnuð í laug­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert