Runnu á lyktina af maríjúana

mbl.is

Tveir voru handteknir á Selfossi í nótt laust fyrir miðnætti eftir að lögregla fann um 100 grömm af maríjúana í heimahúsi. Lögreglan kvaðst hafa fundið lyktina af fíkniefninu sem nokkurn veginn bauð þeim í heimsókn.

Talið er að um 100 grömm sé að ræða en þó er ekki búið að vigta efnið. Karl og kona sitja nú í varðhaldi á Selfossi og verða þau  yfirheyrð í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert