Svífa eins og mávar um loftin blá

Skúli pússar rennsléttan væng svifflugunnar.
Skúli pússar rennsléttan væng svifflugunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir líða nær hljóðlaust um loftið eins og mávarnir, láta uppstreymið halda sér á lofti en geta ekki flogið yfir sjó, þar er ekkert uppstreymi. Sumir álíta að svifflug sé göfugasta fluglist sem menn þekkja.

Skúli Smárason pússar hér vænginn á einni af flugum Svifflugfélags Íslands uppi á Sandskeiði í hitabreyskjunni í gær. Hann starfar annars sem flugstjóri hjá Icelandair en er nú í sumarfríi.

„Þetta er mjög gott núna, mikill hiti og smá vindur. Ég fór í dag upp í 1500 metra hæð og setti svo stefnuna á Esjuna, fór þaðan upp í Botnssúlur og yfir Skjaldbreið. Maður situr þröngt og finnur hvernig loftið dansar á vængnum, alveg við herðarnar á manni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert