Talsvert fé bundið í rækjunni

Byggðastofnun á hlutafé í nokkrum rækjuvinnslufyrirtækjum.
Byggðastofnun á hlutafé í nokkrum rækjuvinnslufyrirtækjum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að taka úthafsrækju út fyrir kvóta mun að öllum líkindum hafa slæm áhrif á efnahagsreikning Byggðastofnunar.

Ríkisstjórnin afgreiddi fyrir skömmu 3,6 milljarða fjárframlag til stofnunarinnar til að eiginfjárstaða hennar yrði jákvæð á ný.

Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun nema lánveitingar til rækjuiðnaðar um 1,3 milljörðum króna, en þar af er stærstur hluti vegna lána til kaupa á úthafsrækjukvóta. Heildarútlán stofnunarinnar við lok síðasta árs námu tæplega 17,4 milljörðum króna. Jafnframt kemur fram í ársskýrslunni að stofnunin á hlutafé í nokkrum rækjuvinnslufyrirtækjum. Nú síðast fyrir nokkrum vikum lánaði Byggðastofnun Kampa ehf. 160 milljónir króna til kaupa á úthafsrækjukvóta.

Mættu litlum skilningi hjá ráðherra

Segir aflamarkið munu verða fullnýtt

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma, segir í samtali við Morgunblaðið að þessi röksemd haldi ekki lengur. Það sem af er fiskveiðiárinu hafi yfir 5.500 tonnum verið landað. 200 til 250 tonnum sé landað á viku, þannig að 7.000 tonna aflamark úthafsrækju verði auðveldlega fullnýtt á þessu fiskveiðiári.

„Nú þegar þessar veiðar eru loksins orðnar arðbærar á ný gefur ráðherrann veiðarnar frjálsar. Það þykir mér óskiljanlegt,“ sagði Ólafur.

Gefur lítið fyrir skýrslu


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert