Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því við Atla Gíslason, formann sjávarútvegsnefndar Alþingis, að boðaður verði fundur í nefndinni sem fyrst vegna þeirrar ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar.
Vill Jón að fulltrúar sjávarútvegsráðuneytisins, fulltrúar Landssambands íslenskra útvegsmanna, Ástráður Haraldsson lögfræðingur, fulltrúar starfshóps sjávarútvegsráðuneytisins um veiðar á úthafsrækju auk fulltrúa Byggðarstofnunnar verði boðaðir á fundinn.