Aska á íslenskum frímerkjum

Eitt frímerkjanna sem eru prentuð með ösku úr Eyjafjallajökli.
Eitt frímerkjanna sem eru prentuð með ösku úr Eyjafjallajökli.

Íslandspóstur gefur út þrjú frímerki á morgun í tilefni eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli fyrr á þessu ári.Frímerkin eru offsetprentuð á hefðbundinn hátt hjá hollensku frímerkjaprentsmiðjunni Joh. Enschedé en síðan silkiprentuð með mjög fínkorna trakíandesít ösku sem féll undir Eyjafjöllum 17. apríl.

Hönnuðir frímerkjanna eru Borgar Hjörleifur Árnason og Hany Hadaya hjá H2 hönnun. Ljósmyndir á frímerkjunum eru eftir Óskar Ragnarsson  og  Ragnar Th. Sigurðsson.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert