Beaty svarar Björk

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy.
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy.

Ross Beaty, forstjóri kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, og Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, hafa síðustu daga átt í einskonar ritdeilu á vef blaðsins Reykjavik Grapvine. Í dag birtir vefurinn langa grein frá Beaty þar sem hann svarar spurningum, sem Björk hefur birt á vef sínum um kaup Magma á HS Orku.

Beaty segir m.a., að neikvæð viðbrögð Íslendinga við fjárfestingum Magma hafi valdið honum vonbrigðum og segist telja þau byggð á röngum upplýsingum.

„Við hjá Magma ætlum að byggja upp gott fyrirtæki sem byggir á vinnslu hreinnar orku með aðstoð frábærra íslenskra verkfræðinga og tæknimanna og ætlum að vera til fyrirmyndar á Íslandi í langan tíma. Við studdum stolt þátttöku íslenskra íþróttamanna á vetrarólympíuleikunum í Vancouver og vonumst til að geta haldið áfram að styðja Ísland og tengsl Íslands og Kanada í framtíðinni," segir Beaty.

Grein Beatys á vef Grapevine

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert