Blómlegt í Norðurhöfum

Mikill þörungablómi sést eins og grænleitir flekkir á stórum hafsvæðum …
Mikill þörungablómi sést eins og grænleitir flekkir á stórum hafsvæðum norðan Íslands. Gervihnattamynd/ESA

Ný gervi­hnatta­mynd sýn­ir mik­inn þör­unga­blóma fyr­ir norðan Ísland.

Karl Gunn­ars­son, sviðsstjóri sjó- og vist­fræðisviðs Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, seg­ir þetta vera kalk­svifþör­unga. Mikl­ar breiður af þeim geti sprottið upp á sumr­in. Oft­ast séu stór­ir flekk­ir sjá­an­legri vest­ur og sunn­an við land sem stafi af kalk­svifþör­ung­um (coccolit­hoph­orida). 

Teg­und­ir kalkþör­unga eru mis­mun­andi eft­ir stöðum að sögn Karls. Þannig séu aðrar teg­und­ir norðan við landið. Hann seg­ir kalk­svifþör­unga venju­lega í mikl­um blóma yfir há­sum­arið í júní og júlí­mánuði. Karl seg­ir að í kring­um Ísland sé mesta kalk­mynd­un í heimi. Þör­ung­arn­ir myndi breiður sem nái yfir allt að 700 þúsund fer­kíló­metra svæði. Þétt­leik­inn er þá gjarn­an nokkr­ar millj­ón frum­ur í lítra.

Þör­ung­arn­ir mynda þunna varn­ar­skel úr kalki. Þær eru ljós­ar að lit og gefa haf­inu þenn­an ljósa lit sem sést á mynd­inni. 

Ingi­björg Jóns­dótt­ir, dós­ent í land­fræði við Há­skóla Íslands, taldi þetta vera óvenju mik­inn þör­unga­blóma. Eins og greint var frá á mbl.is í gær rann­saka vís­inda­menn nú hvort aska úr eld­gos­inu í Eyja­fjalla­jökli hafi ýtt und­ir aukn­ingu plöntu­svifs í haf­inu.

Ingi­björg sagði að lands­ins forni fjandi, haf­ís­inn, hafi horfið óvenju hratt og sést nú nán­ast ekki upp að strönd Aust­ur-Græn­lands. Á tíma­bili var ís­inn kom­inn nokkuð aust­ar­lega og var orðinn tals­vert dreifður. Svo komu sterk­ar norðaustanátt­ir og þá sópaðist ís­inn hraðar burt en Ingi­björgu rek­ur minni til að áður hafi gerst. 

Sér­fræðing­ar Hafró segja þör­unga­mergðina vera eðli­leg­an hluta af vist­kerf­inu og ekki sé ástæða til að ætla að hún hafi slæm áhrif á líf­ríkið .

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert