Buðu upp á kaffi í mótmælaskyni

Frá mótmælunum við Norðurgötu í morgun.
Frá mótmælunum við Norðurgötu í morgun. mynd/siglo.is

Íbúar við Norður­götu á Sigluf­irði stóðu fyr­ir óvenju­leg­um mót­mælaaðgerðum í morg­un. Íbú­arn­ir eru óánægðir með að leggja eigi há­spennukapla í jörðu eft­ir göt­unni og í morg­un mót­mæltu þeir með vin­sam­leg­um hætti með því að bjóða starfs­mönn­um Steypu­stöðvar Skaga­fjarðar, sem sér um fram­kvæmd­ina, upp á kaffi­veit­ing­ar.

Fram kem­ur á vefn­um siglo.is, að íbú­arn­ir séu afar óánægðir með vinnu­brögð fyrr­um bæj­ar­yf­ir­valda og finn­ist að ekki hafi verið hugað að hags­mun­um og vel­ferð íbúa við þær göt­ur sem kapl­arn­ir verða lagðir. Hefðu þeir viljað sjá þessa miklu fram­kvæmd fara í um­hverf­is­mat eða grennd­arkynn­ingu.

Málið var tekið fyr­ir á bæj­ar­ráðsfundi í gær. Er von er á sér­fræðingi til þess að skoða málið og ætla Geislavarn­ir rík­is­ins einnig að fjalla um það.

Siglo.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert