Afar líklegt er að eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar fari aftur undir lögbundið lágmark, en ríkisstjórnin er veitti nýlega 3,6 milljarða króna til stofnunarinnar.
Ástæðan er sú ákvörðun Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að gefa rækjuveiðar frjálsar. Byggðastofnun ber nokkra áhættu vegna útlána til rækjuiðnaðar, eða 1,3 milljaðra króna. Stærstur hluti þeirra lána er með veði í kvóta, sem verður eðli málsins samkvæmt verðlaus undir fyrirkomulagi frjálsra veiða.