Köngulóarmaðurinn fer á stjá

Einhvers staðar verða vondir að vera - en helst ekki í bakgarðinum mínum. Geitungar eiga sér fáa aðdáendur og sjaldan er óskað eftir nærveru þeirra. Ólafur Sigurðsson, betur þekktur sem Köngulóarmaðurinn eða Geitungabaninn, sér til þess að boðflennur þjóðarinnar angri fólk ekki yfir sumartímann.

Ólafur ræðst til atlögu á mörg geitungabú á hverjum degi og gengur óhræddur til verks. Hann kveðst ekki oft verða fyrir árás geitunganna. Örfáum sinnum á ári er hann stunginn, en hann sér enga ástæðu til þess að ganga um í sérstökum hlífðarfatnaði. Hann segist þekkja geitungana og atferli þeirra. Þá þurfi ekki að óttast nema maður beri sig vitlaust að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert