Landamálið telst upplýst

Landaverksmiðjan var rétt hjá Flúðum.
Landaverksmiðjan var rétt hjá Flúðum. www.mats.is

Skýrslutöku er lokið af tveimur karlmönnum á sjötugsaldri, sem lögreglan á Selfossi handtók í gærkvöldi vegna landaframleiðslu og telst málið upplýst.

Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi var um að ræða talsverða framleiðslu. Lögregla lagði hald á um þúsund lítra af gambra og tilbúnu áfengi sem greinilega var ætlað til sölu. Einnig var lagt hald á tæki til áfengisframleiðslu.

Landaverksmiðjan var á sveitabæ í Hrunamannahreppi í nágrenni Flúða. Mennirnir hafa áður verið staðnir að landaframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert