Lögreglan á Selfossi lagði hald á tækjabúnað í landabruggverksmiðju á sveitabæ í nágrenni Flúða í Hrunamannahreppi í gærkvöldi.
Fram kom í fréttum Útvarpsins að tveir menn á sjötugsaldri hefðu verið handteknir og færðir til yfirheyrslu. Þeir hafa áður verið staðnir að landaframleiðslu.
Fram kom að lagt hefði verið hald á 800 lítra af gambra og um 100 lítra af eimuðum landa með 35% vínandastyrkleika.