Ómar þakkar framlögin

Ómar Ragnarsson við Hálslón.
Ómar Ragnarsson við Hálslón. mbl.is/RAX

Ómar Ragnarsson segir að sér þyki ákaflega vænt um stuðning sem honum hefur verið veittur vegna kvikmyndagerðar sinnar um náttúru Íslands. Í gær sagði Landsvirkjun frá því að fyrirtækið hygðist leggja tvær milljónir í kvikmyndagerð Ómars. Þá hafa nær 7.000 skráð sig á síðu á samskiptavefnum Facebook þar sem hvatt er til að hver og einn leggi Ómari til 1.000 krónur.

„Landsvirkjun er þjóðareign og af því leiðir að ég geri engan greinarmun á þeirra framlagi og öðrum. Mér þykir ákaflega vænt um allan þennan stuðning. Ég er mjög þakklátur,“ sagði Ómar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Ómar er langt kominn með vinnslu myndar um Gjástykki sem ber heitið „Sköpun jarðarinnar og ferðir til Mars“ og vonast til að geta frumsýnt hana í mars 2011. „Gjástykki á sér enga hliðstæðu í veröldinni því þarna geturðu séð hvar Ameríkuflekinn fór í aðra áttina, Evrópuflekinn í hina og Ísland kom upp á milli. Spurningin er hvort þjóðin græðir meira á því að láta þetta svæði, þar sem sköpun jarðar sést svona vel, vera kyrrt eða nýta það fyrir álver á Bakka.“ Ómar segir fáa hafa séð svæðið enda sé það óaðgengilegt. Hann vonast til að með kvikmyndinni, sem verður í fullri lengd, geti fleiri kynnst Gjástykki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert