Slökkviliðsmenn að brenna út

„Þegar við erum að kikna undan álagi, og ég tala nú ekki um fyrir þessarlitlu krónur sem við erum að fá, þá eru menn að verða langþreyttir. Og það er oft talað um að menn séu að brenna út í starfi, “ segir Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá SHS, spurður út í kjaradeilu slökkviliðsmanna.

Slökkviliðsmenn fjölmenntu fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara til að sýna samstöðu með samninganefnd Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sem hittust á fundi launanefnd sveitarfélaga í dag. Fundurinn stendur enn yfir.

Boðað hefur verið til verkfalls á föstudag. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hyggst fylgja eftir kjarakröfum sínum með dagsverkföllum næstu vikurnar en dugi þau ekki til hefur sambandið boðað allsherjarverkfall 7. september. Einvörðungu verður sinnt neyðarþjónustu í verkfalli og mun sérstök verkfallsnefnd meta tilvik.

„Vissulega kemur þetta til með að hafa víðtæk áhrif. Sérstaklega með sjúkraþættina. Þetta kemur til með að hafa mikil áhrif inn á sjúkrahúsin.[...] Auðvitað munum við sinna allri bráðaþjónustu,“ segir Ari.

Hann segir að slökkviliðsmenn muni leggja inn boðtækin sín á föstudag sem þýðir að ekki verði hægt að kalla út aukamannskap á höfuðborgarsvæðinu. 

Samningar hafa verið lausir síðan 31. ágúst í fyrra er slökkviliðsmenn höfnuðu stöðugleikasáttmálanum og finnst mönnum lítið hafa þokast í samningsátt síðan.

Slökkviliðsmenn krefjast þess að fá viðurkenningu á sínu starfi, segir Ari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert