Slökkviliðsmenn mótmæla

mbl.is/Júlíus

Nokkrir tugir slökkviliðsmanna komu sér fyrir framan við húsnæði ríkissáttasemjara nú eftir hádegið en sáttafundur slökkviliðsmanna og launanefndar sveitarfélaga hófst þar klukkan 14.

Þegar samninganefnd slökkviliðsmanna kom að húsinu var henni klappað lof í lófa. 

Boðað hefur verið til verkfalls slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á föstudag takist samningar ekki áður. Verkfallið mun standa dag hvern milli klukkan 8 til 16   og verður einungis neyðartilfellum sinnt. Ekki verður farið í útköll sem þola bið.  Náist ekki samningar verður boðað til allsherjarverkfalls í september.

Launanefnd sveitarfélaga bauð slökkviliðsmönnum 1,4% kauphækkun frá 1. júlí en samningar hafa verið lausir í tæpt ár. Slökkviliðsmenn horfa hins vegar mjög til þess að lögreglumenn fengu nýlega sex prósenta launahækkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert