Slökkviliðsmenn mótmæla

mbl.is/Júlíus

Nokkr­ir tug­ir slökkviliðsmanna komu sér fyr­ir fram­an við hús­næði rík­is­sátta­semj­ara nú eft­ir há­degið en sátta­fund­ur slökkviliðsmanna og launa­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga hófst þar klukk­an 14.

Þegar samn­inga­nefnd slökkviliðsmanna kom að hús­inu var henni klappað lof í lófa. 

Boðað hef­ur verið til verk­falls slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna á föstu­dag tak­ist samn­ing­ar ekki áður. Verk­fallið mun standa dag hvern milli klukk­an 8 til 16   og verður ein­ung­is neyðar­til­fell­um sinnt. Ekki verður farið í út­köll sem þola bið.  Ná­ist ekki samn­ing­ar verður boðað til alls­herj­ar­verk­falls í sept­em­ber.

Launa­nefnd sveit­ar­fé­laga bauð slökkviliðsmönn­um 1,4% kaup­hækk­un frá 1. júlí en samn­ing­ar hafa verið laus­ir í tæpt ár. Slökkviliðsmenn horfa hins veg­ar mjög til þess að lög­reglu­menn fengu ný­lega sex pró­senta launa­hækk­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert