4 karlar og 1 kona í dómnefnd

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/GSH

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur skipað í dómnefnd er meta skal hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti. Fjórir karlmenn og ein kona skipa nefndina.

Þau sem skipuð hafa verið eru Páll Hreinsson, hæstaréttardómari sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Stefán Már Stefánsson, fyrrverandi prófessor, sem báðir eru tilnefndir af Hæstarétti, Guðrún Agnarsdóttir, læknir,sem kosin er af Alþingi, Allan Vagn Magnússon, héraðsdómari, tilnefndur af dómstólaráði og Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.

Varamenn, sem tilnefndir eru af sömu aðilum eru, Garðar Gíslason, hæstaréttardómari , Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari, Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, Gréta Baldursdóttir héraðsdómari og Katrín Helga Hallgrímsdóttir, héraðsdómslögmaður.

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir, að þegar tilnefnt var í nefndina hafi komið fram hjá tilnefningaraðilum sú skoðun, að ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna um hvernig tilnefnt skuli í nefndir og ráð á vegum ríkisins víki fyrir ákvæðum laga um dómstóla um tilnefningu í dómnefndina.

Því hafi ráðherra ákveðið að láta skoða hvort rétt sé að breyta ákvæðum dómstólalaga, sem kveða á um hvernig tilnefnt er í nefndina, með hliðsjón af ákvæðum og markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert