Hvetur til varkárni í umferðinni

Lögreglan fylgist með umferð á Suðurlandsvegi.
Lögreglan fylgist með umferð á Suðurlandsvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Um­ferðarráðs seg­ir, að með til­komu Land­eyj­ar­hafn­ar megi gera ráð fyr­ir auk­inni um­ferð á Suður­lands­vegi, og þá ekki síst ungs fólks á leið til og frá Vest­mann­eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina. Bein­ir stjórn­in  því sér­stak­lega til veg­far­enda á þess­ari leið að aka var­lega og sýna til­lits­semi.

Í álykt­un stjórn­ar ráðsins seg­ir, að þessi árs­tími hafi oft reynst erfiður í um­ferðinni og megi nefna að árið 2006 lét­ust 8 ein­stak­ling­ar í um­ferðarslys­um í ág­úst­mánuði ein­um sam­an, þar af 5 sem voru 26 ára eða yngri.

„Mik­ill ár­ang­ur hef­ur náðst í fækk­un um­ferðarslysa á und­an­förn­um árum, en þrátt fyr­ir það verðum við að halda vöku okk­ar og ekki missa sjón­ar á því að aldrei má slaka á í um­ferðarör­ygg­is­starf­inu. Ísland má alls ekki við því að missa fólk í bíl­slys­um.  Við verðum að taka hönd­um sam­an og gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að koma í veg fyr­ir ótíma­bær dauðsföll og lim­lest­ing­ar í um­ferðinni," seg­ir í álykt­un ráðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert