Líðan frönsku konunnar stöðug

Hlúð að slösuðum í Reykjadal í gærkvöldi.
Hlúð að slösuðum í Reykjadal í gærkvöldi. mbl.is/Þorgeir

Tvær franskar konur liggja nú á Landspítalanum eftir rútuslysið á Norðurlandi í gær. Önnur liggur á gjörgæslu með innvortis áverka en líðan hennar er stöðug eftir atvikum að sögn vakthafandi læknis. Hin liggur á bæklunarskurðdeild.

Sautján erlendir ferðamenn voru um borð í rútunni en fjórir voru færðir inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akueyri. Þá voru konurnar tvær fluttar með sjúkraflugi suður til aðhlynningar. Aðrir hlutu minniháttar áverka.


 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert