Slökkviliðsmenn í kröfugöngu

Slökkviliðsmenn utan við húsnæði ríkissáttasemjara í gær.
Slökkviliðsmenn utan við húsnæði ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Júlíus

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ætla að ganga að Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrramálið til að leggja áherslu á kröfur sínar en verkfall slökkviliðsmanna hefst að óbreyttu klukkan 8. Gangan hefst um klukkan 9 og verður gengið niður Laugaveginn.

Um klukkan 10 er ætlunin að bjóða borgarfulltrúum og starfsfólki ráðhússins upp á fræðslu um forvarnir, m.a. kennslu í notkun slökkvitækja.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn munu svo safnast saman við ráðhús Mosfellsbæjar um klukkan 14 og bjóða bæjarfulltrúum og starfsfólki bæjarskrifstofanna upp á samskonar fræðslu.

Þá munu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn vera sýnilegir í miðborginni og vekja athygli á starfi sínu og starfsumhverfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert