Slökkviliðsmenn í kröfugöngu

Slökkviliðsmenn utan við húsnæði ríkissáttasemjara í gær.
Slökkviliðsmenn utan við húsnæði ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Júlíus

Slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn ætla að ganga að Ráðhúsi Reykja­vík­ur í fyrra­málið til að leggja áherslu á kröf­ur sín­ar en verk­fall slökkviliðsmanna hefst að óbreyttu klukk­an 8. Gang­an hefst um klukk­an 9 og verður gengið niður Lauga­veg­inn.

Um klukk­an 10 er ætl­un­in að bjóða borg­ar­full­trú­um og starfs­fólki ráðhúss­ins upp á fræðslu um for­varn­ir, m.a. kennslu í notk­un slökkvi­tækja.

Slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn munu svo safn­ast sam­an við ráðhús Mos­fells­bæj­ar um klukk­an 14 og bjóða bæj­ar­full­trú­um og starfs­fólki bæj­ar­skrif­stof­anna upp á sams­kon­ar fræðslu.

Þá munu slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn vera sýni­leg­ir í miðborg­inni og vekja at­hygli á starfi sínu og starfs­um­hverfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert