Úthlutar 1900 tonna kvóta

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Sigurður Bogi

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur gefið út reglu­gerð um út­hlut­un á 1100 tonn­um af þorski og 800 tonn­um af ýsu sem áður hafði verið ráðstafað til línuíviln­un­ar.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið seg­ir, að þessi út­hlut­un nú komi þó ekki til með að auka áður leyfðan heild­arafla í þorski og ýsu á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Hér sé ein­ung­is verið að ráðstafa þeim afla­heim­ild­um er áður hafði verið ráðstafað til línuíviln­un­ar sem ljóst er að ekki munu nýt­ast til henn­ar.

Þannig sé í raun ekki um það að ræða að með ákvörðun sinni sé ráðherra að auka leyfi­leg­an heild­arafla í teg­und­un­um tveim­ur, því 1100 tonn­um af þorski og 800 tonn­um af ýsu sem sýnt þyki að nýt­ist ekki til línuíviln­un­ar, sé ráðstafað með öðrum hætti.

Þá seg­ir ráðuneytið, að við ákvörðun ráðherra sé vísað til heim­ild­ar 3. gr. laga nr. 116. frá 2006 þar sem segi, að ráðherra sé heim­ilt inn­an fisk­veiðiárs­ins að auka eða minnka leyfðan heild­arafla ein­stakra botn­fisk­teg­unda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert