Á 222 km hraða á Svalbarðsstrandarvegi

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri. mbl.is/GSH

Bifhjól mældist á 222 kílómetra hraða á Svalbarðsstrandarvegi austan við Akureyri um eitt leytið sl. nótt. Ökumaður bifhjólsins var á leið til Akureyrar og hélt för sinni áfram þótt lögreglan veitti honum eftirför.

Fram kemur á vef Vikudags, að ekki sé víst að ökumaður bifhjólsins hafi gert sér grein fyrir að lögreglan hafi mælt hann, svo mikill var hraðinn.

Haft er eftir lögreglunni á Akureyri, að þetta sé mesti hraði sem nokkur hefur mælst á í umdæmi lögreglunnar. Ökumaður bifhjólsins er ófundinn en hans er leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert