Fréttaskýring: Athuguðu HS orku þrisvar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi með fulltrúum Magma Energy.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi með fulltrúum Magma Energy. mbl.is/Heiðar

Ríkið og ríkisfyrirtæki athuguðu möguleika á að kaupa hluti í HS orku þegar Orkuveita Reykjavíkur seldi hlut sinn og einnig áður en hlutur Geysis Green Energy var seldur til Magma Energy. Lífeyrissjóðir hafa þrisvar komið að slíkum viðræðum, ýmist með ríkinu eða sjálfstætt. Þessar athuganir hafa ekki leitt til fjárfestinga.

Ólga hefur verið innan VG og víðar vegna einkavæðingar á orkuvinnsluhluta Hitaveitu Suðurnesja, HS orku. Nú hafa vel á tólfta þúsund manns skrifað undir áskorun á netinu um að stjórnvöld komi í veg fyrir sölu á félaginu.

Magma kemur

Einkafyrirtæki kom fyrst að Hitaveitu Suðurnesja 2007 þegar ríkið seldi hlut sinn. Þá var það gert að skilyrði að opinber orkufyrirtæki mættu ekki bjóða. Geysir Green Energy keypti hlutinn. Félagið keypti hlut Reykjanesbæjar á síðasta ári og seldi Magma 10% hlut. Þegar Magma lýsti því yfir að félagið hefði áhuga á að auka hlut sinn og jafnvel að eignast meirihlutann með kaupum á hlut Orkuveitu Reykjavíkur sem keypt hafði hluti annarra sveitarfélaga en Reykjanesbæjar fór fjármálaráðherra fram á það við lífeyrissjóðina, Rarik, Grindavíkurbæ og fleiri aðila að athuga með kaup á hlutnum. Ekki varð úr því og Magma keypti.

Þegar fyrir lá að Geysir Green Energy myndi vilja selja eignir skoðaði starfshópur á vegum fjármálaráðuneytis og lífeyrissjóða möguleika á að kaupa meirihluta fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum úr lífeyrissjóðunum bar of mikið í milli um kaupverð til þess að úr því gæti orðið. Niðurstaðan varð sú að Magma keypti hlut GGE og mun því eiga 98,5% félagsins þegar þau kaup verða endanlega frágengin.

„Það vekur furðu að þessi umræða skuli koma upp aftur og aftur, þegar ríkið hefur haft svona mörg tækifæri. Magma hefur alltaf látið vita af áformum sínum fyrirfram og ríkið hefði getað gripið inn í ferlið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert