Aukinn stuðningur við aðild

Við höfuðstöðvar ESB í Brussel.
Við höfuðstöðvar ESB í Brussel. Reuters

Stuðning­ur við aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu á Alþingi hef­ur held­ur farið vax­andi að und­an­förnu að mati Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra. Össur vís­ar á bug gagn­rýni sjálf­stæðismanna vegna fyr­ir­hugaðrar þátt­töku hans í ríkjaráðstefnu ESB og seg­ir flokk­inn vera að ein­angra sig.

En hvað ætl­ar Össur að leggja áherslu á á ríkjaráðstefn­unni?

Fylgt úr hlaði með stuttri ræðu

„Við mun­um leggja fram skrif­lega grein­ar­gerð sem ég fylgi úr hlaði með munn­legri ræðu þar sem farið er yfir stærstu drætt­ina. Ég mun þar leggja áhersla á þau grund­vall­ar­atriði sem koma fram í nefndaráliti meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar. Það er sá grund­völl­ur sem allt ferlið bygg­ir á.

Það er fyrst og fremst tvennt sem ég veg þyngst af efn­is­leg­um atriðum í minni ræðu. Það er sjáv­ar­út­veg­ur og land­búnaður, þó vita­skuld séu önn­ur atriði einnig reifuð. Megin­áhersl­an er þó á það tvennt,“ seg­ir Össur og bæt­ir því við að hann farið yfir drög að hinni skrif­legu grein­ar­gerð á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í dag.

„Ég fór mjög ná­kvæm­lega yfir okk­ar viðhorf gagn­vart sér­stöðu Íslands í sjáv­ar­út­vegi og fisk­veiðum ásamt áhersl­um í land­búnaði og byggðamál­um, jafn­framt því sem ég greindi frá öðrum atriðum sem verða líka rædd. En þetta eru stóru atriðin.“

Und­ir lok fund­ar­ins lögðu full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í ut­an­rík­is­mála­nefnd fram bók­un þar sem þátt­taka Öss­ur­ar í ráðstefn­unni var sögð ótíma­bær í ljósi þess að fyr­ir liggi til­laga á þing­inu um að draga um­sókn­ina til baka.

Sjálf­stæðis­menn á ein­angr­un­ar­braut

Össur seg­ir til­lög­una hafa verið lagða fram í beinu fram­haldi af lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins und­ir lok júní.

„Sjálf­stæðis­flokkn­um virðist um­fram um það að ein­angra sig í stjórn­mál­um í dag og læsa sig frá öðrum flokk­um. Það eru bernsku­brek nýrr­ar for­ystu sem mun ábyggi­lega ein­hvern tím­ann sjá ljósið og koma fram með ábyrg­ari hætti.“ 

Aðspurður um það sjón­ar­mið að frem­ur sé um aðlög­un­ar­ferli að ræða, þar sem Ísland fær litlu um ráðið, held­ur en eig­in­leg­ar samn­ingaviðræður lands­ins við ESB vís­ar Össur því á bug með vís­an til þess að það sé vissu­lega hægt fyr­ir Íslend­inga „að ná samn­ing­um við Evr­ópu­sam­bandið um erfið mál al­veg eins og öðrum þjóðum hef­ur tek­ist“.

Hægt að semja um erfið atriði

Össur rifjar af því til­efni upp skýrslu Evr­ópu­nefnd­ar Alþing­is sem lauk störf­um 2007 und­ir for­ystu Björns Bjarna­son­ar og hann átti sæti í.

„Þar er heill kafli þar sem greint er frá ýms­um sér­lausn­um Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart ein­stök­um ríkj­um sem sóttu um aðild. Þannig að ég tel frá­leitt að gefa sér fyr­ir­fram að það sé ekki hægt að ná samn­ing­um um erfið atriði. Það væri und­ar­legt keppn­is­skap að tapa orr­ust­um áður en þær byrja.

Ég nefni sem dæmi sjáv­ar­út­veg þar sem við höf­um al­gera sér­stöðu. Hún birt­ist í því að okk­ar efna­hagslög­saga er gríðarlega víðfeðm, 760.000 fer­kíló­metr­ar, og hún er ein­stök miðað við ríki ESB að því leyti að hún skar­ast ekki á við efna­hagslög­sögu nokk­urs ann­ars rík­is.

Sam­eig­in­leg sjáv­ar­út­vegs­stefna sam­bands­ins var ekki skrifuð fyr­ir slík­ar aðstæður, rétt eins og að hin sam­einaða land­búnaðar­stefna sam­bands­ins var ekki skrifuð fyr­ir hinar finnsku aðstæður eins og sam­bandið viður­kenndi í verki með sér­lausn­um fyr­ir Finn­land.

Þannig að ég gef mér að í samn­ing­un­um sé ekk­ert úti­lokað fyr­ir­fram. Síðan verður veru­leik­inn að leiða í ljós hvað er hægt að kom­ast langt við samn­inga­borðið.“

Frá­leit­ur mál­flutn­ing­ur

- Hvað seg­irðu um það sjón­ar­mið þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins að það sé ótíma­bært að þú tak­ir þátt í ríkjaráðstefnu ESB á þriðju­dag, í ljósi þess að fyr­ir þingi liggi til­laga um draga aðild­ar­um­sókn­ina til baka?

„Það er frá­leit­ur mál­flutn­ing­ur en hann kem­ur mér ekki að öllu leyti á óvart. Hann kem­ur þó á óvart miðað við það að skömmu áður en nú­ver­andi formaður var kjör­inn leiðtogi Sjálf­stæðis­flokks­ins talaði hann nán­ast eins og jafn sann­færður Evr­ópu­sam­bands­sinni og ég. En allt breyt­ist í heim­in­um [...] Hitt ligg­ur fyr­ir að Alþingi er æðsta vald og það get­ur tekið ákvörðun hvenær sem það vill um að fresta viðræðum, draga sig út úr viðræðum eða slíta þeim.

Ég er hins veg­ar í þeirri stöðu að Alþingi hef­ur tekið form­lega ákvörðun þar sem mér er falið að hafa stjórn­skip­un­ar­legt frum­kvæði að því að sækja fyr­ir Íslands hönd um aðild og leiða samn­inga til lykta. Það verður ekki stöðvar með því að nokkr­ir þing­menn komi kort­eri fyr­ir þinglok fram með til­lögu um eitt­hvað annað.“

Til­lag­an hlaut ekki braut­ar­gengi

Össur bend­ir í fram­hald­inu á að fyr­ir nokkr­um mánuðum hafi forsprakki máls­ins lýst yfir á Alþingi að inn­an tíðar myndu all­ir þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar leggja fram til­lögu á Alþingi um að aðild­ar­um­sókn­in skyldi dreg­in til baka. Hún hafi hins veg­ar ekki komið fram fyrr en kort­eri fyr­ir þinglok, þegar for­sprökk­um máls­ins hefði vit­an­lega verið ljóst að málið kæm­ist ekki á dag­skrá.

Össur seg­ir að sér hafi líka fund­ist at­hygl­is­vert að eng­inn flokk­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafi sett fram kröfu um að til­lag­an skyldi sett í for­gang við af­greiðslu mála á loka­spretti þing­halds­ins í sum­ar.

Ramm­klof­in stjórn­ar­andstaða

„Þannig að ég get ekki séð að það fylgi mik­ill hug­ur máli. Alll­ir flokk­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar eru ramm­klofn­ir í þessu máli. Sjálf­um seg­ir mér svo hug­ur að fylgi við ferlið og um­sókn­ina sé held­ur að aukast á Alþingi frem­ur en að minnka. Það kem­ur vænt­an­lega í ljós.“

- Á hverju merk­irðu þenn­an aukna stuðning?
 
„Ég þekki þingið.“

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​RAX
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert